14 okt. 2019

Aga- og úrskurðarnefnd var með til umföllunar, og komast að niðurstöðu í þremur málum í síðustu viku.

Úrskurður nr. 1/2019-2020
„Aga- og úrskurðarnefnd barst avikaskýrsla dómara vegna æfingaleikjar Sindra og Skallagríms sem leikinn var í Hveragerði þann 14. september sl. Samkvæmt skýrslunni var leikurinn ekki á vegum KKÍ. Nefndin aflaði upplýsinga frá skrifstofu KKÍ um að dómaranefnd sambandsins hefði ekki raðað dómurum á viðkomandi leik. Með vísan í ákvæði 1. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál er atvikaskýrslunni vísað frá."

Úrskurður nr. 2/2019-2020
„Aga- og úrskurðarnefnd barst avikaskýrsla dómara vegna æfingaleikjar Sindra og Hamars sem leikinn var í Hveragerði þann 15. september sl. Samkvæmt skýrslunni var leikurinn ekki á vegum KKÍ. Nefndin aflaði upplýsinga frá skrifstofu KKÍ um að dómaranefnd sambandsins hefði ekki raðað dómurum á viðkomandi leik. Með vísan í ákvæði 1. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál er atvikaskýrslunni vísað frá.
"

Úrskurður nr. 3/2019-2020
„Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hin kærða, Ingibjörg Jakobsdóttir, leikmaður mfl. Grindavíkur, sæta einum leik í bann vegna háttsemi í leik Grindavíkur gegn Val í Íslandsmóti meistaraflokks kvenna, Dominosdeildinni, sem leikinn var þann 2. október 2019“