7 okt. 2019

Á morgun, þriðjudaginn 8. október verður dregið í 32-liða úrslit bikarkeppni karla. Að þessu sinni eru 26 lið skráð í bikarinn.

Dregið verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík kl. 12:15.
Fulltrúum þeirra liða sem eru skráð til leiks er boðið á fundinn ásamt fjölmiðlum.

Leikið verður 2.-4. nóvember í fyrstu umferð hjá körlunum.

Eftirfarandi lið eru skráð þetta tímabilið í Geysisbikarinn hjá körlum:

Álftanes, Ármann, Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Hamar, Haukar, Höttur, ÍA, ÍR, Keflavík, KR, KR-b, Njarðvík, Reynir Sandgerði, Selfoss, Sindri, Skallagrímur, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur, Vestri, Þór Akureyri, Þór Akureyri-b og Þór Þorlákshöfn.

#korfubolti