20 sep. 2019

Í tilefni af haustfundi dómaranefndar KKÍ  munu, finnsku FIBA dómararnir, Kati Nynas og Karolina Andersson halda erindi um stöðu kvenndómara í boltagreinum. Fyrirlestur þeirra, sem ber heitið Kvenndómarar í boltagreinum – áskoranirog tækifæri, verður haldinn í fimmtudaginn 26. september kl. 12:00 í stofu M-102 í Háskólanum í Reykjavík og er erindið öllum opið.

Í erindi sínu munu þær Kati og Korolina m.a. fjalla um það af hverju konur eru í miklum minnihluta körfuknattleiksdómara, hvernig kvenndómarar geta brotið niður múra og breytt ríkjandi viðhorfum í karllægum heimi. Jafnframt munu þær ræða um það hvernig hægt er að fjölga konum í dómgæslu og hvernig framtíð kvenna í dómgæslu lítur út. Eins og áður kom fram eru þær Kati og Karolina báðar FIBA dómarar og þá er Kati einnig yfirmaður dómaramála í Finnlandi og er ein fárra kvenna í heimunum sem stýrir dómaramálunum í sínu heimalandi

Munið að allir áhugasamir er velkomnir á erindið í HR.