2 sep. 2019Alls verða 10 opin minniboltamót á komandi tímabili, það fyrsta helgina 5.-6. október hjá KR og það síðasta 2.-3. maí hjá Stjörnunni. Dagskrána má nálgast hér http://kki.is/library/Skrar/Opin_mot_felaganna_2019-2020.pdf

Mótin fylgja öll reglum um opin mót félaga samkvæmt reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót, en eftirfarandi reglur gilda:

1. Reglugerð þessi nær yfir þau mót sem félög halda fyrir iðkendur í minnibolta 10 ára og yngri.
2. Félög sem ætla að halda mót fyrir þennan aldurshóp þurfa að uppfylla skilyrði sem sett eru fram í þessari reglugerð, 4. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót og 4. grein reglugerðar um mótanefnd.
3. Á þessum mótum mega þjálfarar aðstoða dómara leiksins við dómgæslu.
4. Hvert mót skal að lágmarki uppfylla eftirfarandi kröfur:

a. 1.-2. bekkur grunnskólans
i. leika skal 3-gegn-3
ii. leiktími 1 x 10 mín. eða 1 x 12 mín.
iii. hvert lið skal fá 4 leiki hið minnsta
iv. varnarmaður má ekki taka bolta af sóknarmanni sem hefur vald á boltanum
v. að jafnaði skal dæma á skref og leiðbeina iðkendum um reglurnar
vi. að jafnaði skal dæma tvígrip
vii. fái sóknarmaður vítaskot má hann ráða því hvar vítaskotið er tekið

b. 3.-4. bekkur grunnskólans
i. leika skal 4-gegn-4
ii. leiktími 1 x 10 mín. eða 1 x 12 mín.
iii. hvert lið skal fá 5 leiki hið minnsta
iv. dæma skal á skref
v. dæma skal á tvígrip

c. 5. bekkur grunnskólans
i. leiktími 2 x 10 mín.
ii. leika skal 4-gegn-4
iii. dæma skal á skref
iv. dæma skal á tvígrip
v. ekki er heimilt að leika bolta aftur fyrir miðju