19 ágú. 2019Íslenska landslið karla í körfuknattleik er núna á leið sinni til Sviss þar sem liðið leikur sinn síðasta leik í forkeppninni að undankeppni EM 2021. Leikur Sviss og Íslands fer fram í bænum Montreux á miðvikudaginn kemur 21. ágúst og hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV.

Íslenska liðið er í góðri stöðu fyrir leikinn en sigur gulltryggir efsta sæti riðilsins og sæti í undankeppni EM sem hefst í febrúar 2020. Aðeins efsta liðið í riðlinum í forkeppnninni fer áfram í sjálfa undankeppnina.

Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans, Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson, ákváðu að gera eina breytingu á liðinu frá fyrstu þrem leikjunum sem búnir eru, en Ragnar Ágúst Nathanaelsson kemur inn í liðið í stað Hjálmars Stefánssonar.

Lið Íslands gegn Sviss verður þannig skipað:

Nafn · Félagslið (landsleikir)
Frank Aron Booker · ALM Évreux, Frakkland (3)
Gunnar Ólafsson · Keflavík (17)
Elvar Már Friðriksson · Njarðvík (45)
Hlynur Bæringsson · Stjarnan (128)
Hördur Axel Vilhjálmsson · Keflavík (81)
Jón Axel Guðmundsson · Davidson, USA (10)
Martin Hermannsson · Alba Berlin, Þýskaland (68)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (35)
Pavel Ermolinskij · KR (72)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Valur (44)
Tryggvi Snær Hlinason · Zaragoza, Spánn (36)
Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan (60)

Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfari: Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson
Sjúkraþjálfari: Jóhannes Már Marteinsson
Formaður KKÍ: Hannes S. Jónsson
Afreksstjóri KKÍ: Kristinn Geir Pálsson

#korfubolti