16 ágú. 2019

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik leikur seinni heimaleiki sinn að þessu sinni í forkeppni að undankeppni EuroBasket 2021 á morgun. Þá mæta strákarnir okkar sterku liði Portúgals í Laugardalshöllinni og hefst leikurinn kl. 16:00.

Sviss lagði Portúgal í fyrsta leik liðanna og Ísland tapaði með einu stigi fyrir Portúgal ytra í leiknum sínum þar á eftir. Síðan vann Ísland lið Sviss hér heima fyrir viku og Portúgal lagði Sviss á miðvikudaginn var. Því er mikilvægur leikur á morgun til að eiga ennþá möguleika á að vinna riðilinn okkar framundan á morgun.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV en KKÍ hvetur alla körfuknattleiksaðdáendur til að fjölmenna og styðja liðið til sigurs í heimaleikjunum tveim en það hefur margt oft sýnt sig að góður stuðningur gerir gæfumuninn!

Þessi lokaumferð forkeppninnar er mjög mikilvæg fyrir framhaldið hjá íslenska landsliðinu en liðið þarf að enda í efsta sæti síns riðils að loknum fjórum leikjum til að tryggja sér sæti í undankeppni EM 2021 en eingöngu efsta liðið í riðlinum fer áfram í riðlakeppnina næsta vetur. 

Miðasala á leikina er á tix.is hérna.

ÁFRAM ÍSLAND!

#korfubolti