12 ágú. 2019
U20 ára landslið kvenna lauk keppni á sunnudaginn á EM 2019 sem fram fór í Pristhina í Kosóvó. Stelpurnar léku um 9. sætið gegn Úkraínu þar sem andstæðingar þeirra höfðu betur 47:61 og því hafnar liðið í 10. sæti á mótinu í ár.

Áður hafði Ísland mætt Grikklandi og heimastúlkum frá Kosovó í úrslitakeppninni um sæti 9-12 á mótinu þar sem okkar stúlkur höfðu sigur fyrir lokaleikinn gegn Úkraínu.

Búlgaría stóð uppi sem sigurvegari á mótinu eftir að hafa mætt Finnlandi í úrslitaleiknum og Írland hlaut brons eftir sigur á Bretlandi. Þessi þrjú efstu lið leika því í A-deild að ári liðnu. 

Þóranna Kika Hodge-Carr var með hæðsta framlag Íslands á mótinu eða 12.8 að meðaltali í leik. Hún var einnig með felst fráköst eða með 8.6 fráköst í leik og önnur í stoðsendingum með 2.8 sendingar að meðaltali í leik. Dagbjört Dögg Karlsdóttir var með flest stig í leik eða 13.4 að meðaltali og einnig flestar stoðsendingar eða 3.2 sendingar í leik.

#korfubolti