11 jún. 2019

Afreksbúðir KKÍ og Kristals, fyrir leikmann fædda árið 2005, fór fram um helgina í Orgio-höllinni hjá Val að Hlíðarenda. Um 55 leikmenn hjá hvoru kyni voru boðaðir til æfinga og æfðu fjórum sinnum um helgina, tvisvar laugardag og tvisvar sunnudag.

Krakkarnir stóðu sig frábærlega um helgina og Kristall frá Ölgerðinni gaf öllum Errea-boli merkta ÍSLAND-KÖRFUBOLTI og KRISTALL sem krakkarnir voru mjög ánægð með.

Snorri Örn Arnaldsson og Helena Sverrisdóttir eru búðarstjórar Afreksbúða voru mjög ánægð með leikmennina og munu þau hitta þau aftur í lok ágúst en þá fer fram seinni æfingahelgin. Upp úr þessum hóp verður svo boðað til jólaæfinga í U15 ára landsliðin fyrir sumarið 2020.

#korfubolti #kristall #errea