14 maí 2019Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í drengjaflokki í Origo-höllinni á fyrri úrslitahelgi yngri flokka 2019. 

Það var lið Þórs frá Akureyri sem stóð uppi sem Íslandsmeistari 2019.

Þór sigraði KR í undanúrslitunum en í hinum undanúrslitaleiknum var það Fjölnir sem hafði betur gegn Stjörnunni. Í úrslitaleiknum vann Þór lið Fjölnis í framlengingu en lokatölur leiksins urðu 85:72.

Þjálfari liðsins er Lárus Jónsson.

Baldur Örn Jóhannesson var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins en hann var með 21 stig, 24 fráköst og 7 stoðsendingar.

KKÍ óskar Þór Akureyri til hamingju með titilinn!

#korfubolti