12 feb. 2019

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir kæru sem Þór Ak. sendi inn vegna framkvæmdar á leiks Fjölnis og Þórs Ak. í undanúrslitum bikarkeppni drengjaflokks 2. febrúar s.l. Þór Ak. krefst þess að leikurinn verði úrskurðaður ógildur og endurtekinn ásamt því að Fjölnir greiði allan ferðakostnað við hinn endurtekna leik. Fjölnir krafðist þess að öllum kröfum Þórs Ak. yrði hafnað.

Aga- og úrskurðarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að úrslit leiksins skyldu standa og hafnaði því öllum kröfum Þórs Ak. Nánar má lesa um niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar hér.