23 okt. 2018

Davíð Tómas Tómasson, FIBA dómari dæmir í EuroCup karla, leik BC Dipro frá Úkraínu  - Aris B.C frá Thessaloniki í Grikklandi. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 24. október í Dnepropetrovsk í Úkraínu kl. 20:30 að staðartíma. Bein útsending er frá leiknum á heimasíðu keppninar. Davíð Tómas er fyrsti íslenski dómarinn til þess að dæma í Úkraínu. 

Rúnar Birgir Gíslason, FIBA eftirlitsmaður verður að störfum i EuroCup kvenna á leik A3 Basket Umea - Botas Spor Kulübü. Leikurinn fer fram í Umea í Svíþjóð kl. 19:00 að staðartíma miðvikudaginn 24. október.