13 sep. 2018KKÍ hefur ráðið Finn Frey Stefánsson sem yfirþjálfara yngri landsliða sinna. Finnur Freyr mun næstu þrjú árin ásamt Afreksstjóra KKÍ skipuleggja allt afreksstarf frá Úrvalsbúðum og Afreksbúðum upp U15, U16, U18 og U20 landsliðanna.

Finnur Freyr tekur við að Einari Árna Jóhannsyni sem á undanförnum árum sinnt því starfi. Einar Árni hefur komið nálægt, með einum eða öðrum hætti, að landsliðsstarfi KKÍ sl. 18 ár og þakkar KKÍ honum kærlega fyrir sín störf í bili.


Framundan er skipulag fyrir landsliðsæfingar í vetur sem og mót og æfingabúðir næsta sumar í öllum aldursflokkum og hefur Finnur Freyr kynnt margar góðar hugmyndir fyrir Afreksnefnd KKÍ sem verða settar í gang strax í vetur sem og áfram smátt og smátt á næstu misserum.

#korfubolti