15 maí 2018Um helgina 4.-6. maí var leikið til úrslita á íslandsmótinu í minnibolta 11 ára drengja í Garðabæ.

Það var lið Stjörnunnar sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018 en stjarnan átti tvö lið í úrslitariðlinum á lokamótinu. Með Stjörnuliðunum léku einnig Grindavík, KR, Haukar og Keflavík á mótinu.

Þjálfari liðsins er Kjartan Atli Kjartansson og aðstoðarþjálfari er Ingimundur Orri Jóhannsson.

KKÍ óskar Stjörnunni til hamingju með titilinn!

#korfubolti