23 apr. 2018KR varð um helgina íslandsmeistari 2018 í minnibolta 11 ára eftir lokamótið í A-riðli sem fram fór um helgina í Grindavík.

Það voru KR-stúlkur sem stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins og voru því krýndar Íslandsmeistarar 2018. Þjálfari stúlknanna er Halldór Karl Þórsson. 

Það var Eyjólfur Guðlaugsson, gjaldkeri KKÍ, sem afhenti verðlaunin í leikslok.

Til hamingju KR!

#korfubolti