5 apr. 2018U20 ára lið kvenna tekur þátt í evrópukeppni FIBA Europe í sumar í byrjun júlí. Finnur Jónsson þjálfari liðsins hefur valið æfingahóp 25 leikmanna sem kemur saman eftir miðjan maí til æfinga og mun velja sitt endanlega lið í kjölfarið úr þeim hópi en hópurinn er skipaður leikmönnum sem fæddir eru 1998 og 1999. Aðstoðarþjálfari liðsins verður Hörður Unnsteinsson.

U20 lið kvenna mun taka þátt í Evrópukeppni FIBA dagna 7.-15. júlí í Oradea í Rúmeníu og er B-riðli með Hvíta-Rússlandi, Danmörku, Tyrklandi, Búlgaríu og Tékklandi. Í A-riðli leika Bretland, Grikkland, Úkraína, Litháen, Rúmenía og Ísrael. Eftir riðlakeppnina verður svo leikið um sæti.

Eftirtaldir leikmenn skipa æfingahópinn:

Anna Lóa Óskarsdóttir Haukar
Anna Soffía Lárusdóttir Snæfell
Arndís Þóra Þórisdóttir Breiðablik
Björk Gunnarsdóttir Njarðvík
Bríet Lilja Sigurðardóttir Skallagrímur
Dagbjört Dögg Karlsdóttir Valur
Dýrfinna Arnardóttir Haukar
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir Valur
Erna Freydís Traustadóttir Njarðvík
Eyrún Ósk Alfreðsdóttir Breiðablik
Gunnhildur Bára Atladóttir KR
Hulda Ósk Bergsteinsdóttir Njarðvík
Katla Rún Garðarsdóttir Keflavík
Kristín Rós Sigurðardóttir Breiðablik
Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir Njarðvík
Magdalena Gísladóttir Haukar
Ragnheiður Björk Einarsdóttir Haukar
Svanhvít Ósk Snorradóttir Keflavík
Sylvía Rún Hálfdanardóttir Stjarnan
Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík
Valdís Ósk Óladóttir Stjarnan
Þórdís Jóna Kristjánsdóttir Haukar

Meiddar/ekki með:
Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Þóranna Kika Hodge-Carr, báðar frá Keflavík, voru einnig valdar, en þær eru báðar frá vegna meiðsla og að jafna sig af þeim og munu því ekki taka þátt og Elfa Falsdóttir, Val, var valin en gaf ekki kost á sér að þessu sinni.

#korfubolti