1 mar. 2018

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir þrjú mál í vikunni.

Úrskurður nr. 47/2017-2018
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Arnar Geir Líndal, leikmaður Fjölnis, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Fjölnis og ÍR í Unglingaflokki karla, sem leikinn var 20. febrúar 2018.

Úrskurður nr. 48/2017-2018
Með vísan til ákvæðis a. liðar sbr. c liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Atli Steinar Ingason, leikmaður unglingaflokks hjá Skallagrími, sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Skallagríms og Þórs Þorlákshöfn í íslandsmóti KKÍ, unglingaflokki, 2. deild, sem leikinn var þann 20. febrúar 2018.

Úrskurður nr. 49/2017-2018
Með vísan til ákvæðis c-liðar 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Jón Frímannsson, leikmaður ÍA, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Snæfells og ÍA í 1. deild Mfl. karla, sem leikinn var 25. febrúar 2018.

Úrskurðir nefndarinnar taka gildi á hádegi í dag, fimmtudaginn 1. mars.