19 nóv. 2017
Craig Pedersen þjálfara karlalandsliðs Íslands og Finnur Freyr Stefánsson og Arnar Guðjónsson aðstoðarþjálfarar liðsins kynntu þá 12 leikmenn í blaðamannafundi í dag sem halda til Tékklands á mánudag til að etja kappi við heimamenn í undankeppni HM. Tvær breytingar voru gerðar á 12 manna liðinu sem var kynnt á dögunum en Pavel Ermolinskij getur ekki tekið þátt vegna meiðsla og Tryggvi Snær Hlinason fær ekki leyfi hjá félagsliði sínu að vera með í fyrri leiknum. En vonir standa til að hann geti verið með í seinni leiknum. Þeir Axel Kárason, Tindastóll, og Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan, koma inn í stað þeirra Pavels og Tryggva. Tómas spilar sinn fyrsta A-landsliðsleik gegn Tékklandi.
Ísland spilar gegn Tékklandi á föstudaginn 24. nóvember og svo Búlgaríu hér heima mánudaginn 27. nóvember.
Nafn | Lið | F. ár | Hæð | Landsleikir |
Brynjar Þór Björnsson | KR | 1988 | 192 | 67 |
Haukur Helgi Pálsson Briem | Cholet Basket (FRA) | 1992 | 198 | 61 |
Hlynur Bæringsson | Stjarnan | 1982 | 200 | 116 |
Jakob Örn Sigurðarson | Boras Basket (SWE) | 1982 | 190 | 85 |
Kári Jónsson | Haukar | 1997 | 192 | 5 |
Kristófer Acox | KR | 1993 | 198 | 30 |
Logi Gunnarsson | Njarðvík | 1981 | 192 | 143 |
Martin Hermannsson | Charleville (FRA) | 1994 | 194 | 56 |
Ólafur Ólafsson | Grindavík | 1990 | 194 | 20 |
Tómas Þórður Hilmarsson | Stjarnan | 1995 | 200 | Nýliði |
Sigtryggur Arnar Björnsson | Tindastóll | 1993 | 180 | 5 |
Tryggvi Snær Hlinason | Valencia (ESP) | 1997 | 215 | 24 |