25 ágú. 2017

U16 ára stelpurnar eru staddar á Evrópumóti í Makedóníu um þessar mundir. Í dag tapaði liðið fyrir Bretlandi með aðeins einu stigi í umspili um 17.-20. sæti.

Stelpurnar spiluðu hörkuvörn allan leikinn enda eru lokatölur leiksins 42-43 sem er heldur lágt stigaskor. 

Leikurinn var spennandi allan tímann en íslensku stelpurnar leiddu mest með 11 stigum, þær náðu samt aldrei að hrista Bretana af sér. 

Ísland vann fyrstu þrjá leikhlutana en tapaði síðasta leikhlutanum. Þess má geta að íslensku stelpurnar fengu 76 skot í leiknum gegn 56 skotum Bretlands. Einnig voru Bretar með 36 tapaða bolta, þar af 16 sem að íslensku stelpurnar stálu. 

Ísland hélt forystu nánast allan leikinn en misstu dampinn í byrjun fjórða leikhluta þar sem að Bretarnir skoruðu fyrstu 8 stig leikhlutans.  Allt var í járnum á lokamínútunum en sigurinn datt hjá Bretlandi að þessu sinni.

Stelpurnar spila því um 19.-20. sæti og síðasti leikurinn er á morgun gegn Noregi kl. 7.45 að íslenskum tíma (9.45 að staðartíma)

 

Hægt er að horfa á leikinn og skoða tölfræðina með því að smella hér

 

Atkvæðamest í liði Íslands var Ásta Júlía Grímsdóttir en hún hefur leikið frábærlega á mótinu, 8 stig/17 fráköst, Alexandra Sverrisdóttir 9 stig/8 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 9 stig, Ólöf Rún Óladóttir 8 stig/7 fráköst, Hrefna Ottódóttir 3 stig/3 fráköst, Eygló Óskarsdóttir 3 stig/3 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 0 stig/4 fráköst/8 stolna bolta.