24 ágú. 2017

U16 ára stelpurnar sigruðu sinn fyrsta leik í Evrópumótinu í dag gegn Albaníu. Stelpurnar eru núna að spila í umspili um 17.-22. sætið. Eftir þennan sigur er ljóst að þær spila um 17.-20. sæti.

Leikurinn var hnífjafn í byrjun þar sem liðin skiptust á að skora en fyrsti leikhluti endaði 17-16 okkar stelpum í vil. Í hálfleik var staðan 34-29. Þriðji leikhlutinn var besti þriðji leikhluti Íslands á mótinu og slitu þær sig almennilega frá Albaníu í þeim leikhluta sem endaði með 22 stiga forystu. 

Lokatölur leiksins voru 78-55.

Allar íslensku stelpurnar komust á blað í leiknum og var frábær stemning allan tímann. 

 

Næsti leikur er gegn Bretlandi á morgun kl. 10.00 á íslenskum tíma (12.00 staðartíma)

 Ólöf Rún Óladóttir  var atkvæðamest með 17 stig/7 fráköst/4 stolna/3 stoðsendingar. Alexandra Eva Sverrisdóttir 13 stig/10 fráköst/5 stoðsendingar,Anna Ingunn Svansdóttir 11 stig, Eygló Óskarsdóttir 10 stig/10 fráköst/3 stoðsendingar, Hrefna Ottósdóttir 7 stig/3 fráköst/5 stolnir, Ásta Júlía Grímsdóttir 5 stig/12 fráköst, Dagrún Inga Jónsdóttir 5 stig, Sigrún Björg Ólafsdóttir 4 stig/5 fráköst, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 2 stig, Jóhanna Pálsdóttir 2 stig, Andra Björk Gunnarsdóttir 0 stig/3 fráköst,