19 ágú. 2017U15 ára stúlknalandsliðið mun koma saman í vikunni og æfa saman og leika svo fjóra æfingaleiki gegn liði Írlands. Árni Hilmarsson þjálfari hefur boðað 20 leikmenn í verkefnið, en liði Íra kemur hingað á eigin vegum og er þetta í fyrsta sinn sem U15 ára lið kemur hingað til lands og fyrstu landsleikirnir sem fara fram á Flúðum. Leikmönnum verður skipt í tvö lið og því leika liðin tvo leiki á dag.

Íþróttahúsið á Flúðum verður 27. húsið sem landsleikur fer fram í á Íslandi. 

Dagskráin er þannig að l

augardaginn 19. ágúst verður leikið á Flúðum kl. 14:00 og 16:00 og svo á sunnudaginn verður leikið í Grindavík kl. Grindavík kl. 11:00 og 13:00. Hrunamenn ætla að sýna beint frá leikjum laugardagsins á Youtube-rás KKÍ.

Eftirtaldir leikmenn taka þátt fyrir Ísland í leikjunum:

Aníta Sif Kristjánsdóttir  Grindavík
Anna Margrét Lucic Jónsdóttir Grindavík
Bríet Ófeigsdóttir Breiðablik
Edda Karlsdóttir Keflavík
Erna Dís Friðriksdóttir Keflavík
Eva María Davíðsdóttir Keflavík
Gígja Marín Þorsteinsdóttir Hamar
Helga Sóley Heiðarsdóttir Hamar
Hjördís Lilja Traustadóttir Keflavík
Jenný Elísabet Ingvarsdóttir Keflavík
Jenný Geirdal Kjartansdóttir Grindavík
Natalía Jenný Lucic jónsdóttir Grindavík
Perla María Karlsdóttir Hrunamenn
Sandra Ilievska Breiðablik
Sara Lind Kristjánsdóttir Keflavík
Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir Grindavík
Thelma Rún Ingvadóttir Keflavík
Þórdís Rún Hjörleifsdóttir Breiðablik
Þórunn Friðriksdóttir Njarðvík
Una Rós Unnarsdóttir Grindavík

#korfubolti