13 ágú. 2017

Ísland tapaði fyrir Hvíta Rússlandi í gær, laugardag, í leik þar sem Ísland leiddi frá upphafi til enda, ef frá er talin síðasta sekundubrot leiksins. Ísland leiddi 51-34 í hálfleik og náðu mest 22 stiga forustu snemma í síðari hálfleik. Allt gekk hins vegar á afturfótunum á lokakaflanum sem endaði með flautukörfu frá Hvíta Rússlandi og lokatölur 78-77. Vítanýting íslenska liðsins var einstaklega slök í leiknum, en liðið klikkaði á 15 af 28 vítum sínum, þar af mörgum á lokakafla leiksins. 

Tölfræði leiksins má finna hér og upptöku af leiknum hér.

Á morgun mánudag kl 13:00 á íslenskum tíma mæta strákarnir Grikklandi. Grikkir eru eina ósigraða lið riðilsins, hafa sigrað alla 3 leiki sína með miklum mun og líta út fyrir að vera eitt allra sterkasta lið mótsins. Leikurinn, sem verður fyrsti leikur drengjanna í loftkældri höll, verður í beinni á YouTube síðu FIBA.