4 júl. 2017

Það voru ekki einungis U15 ára lið sem tóku þátt í Copenhagen Invitational mótinu í Kaupamannahöfn á dögunum því samhliða mótinu fór fram dómaranámskeið. Þeir Aron Rúnarsson og Friðrik Árnason fóru þangað fyrir hönd Íslands og hlýddu á fyrirlestra reyndra dómaraleiðbeinenda úr Evrópu ásamt því að dæma fjöldan allan af leikjum og fá leiðbeinanda til að horfa á leikinn og greina leikinn eftir á.

Ísland hefur sent dómara á þetta mót frá upphafi en þetta er þriðja árið sem dómaranámskeiðið er vottað af FIBA og því frábært fyrir unga menn eins og Aron og Friðrik að komast í slíkt umhverfi til að læra og verða betri.