25 jún. 2017Þessa stundina eru landslið U16 og U18 og fylgdarlið, alls 69 manns, á ferðalagi til Finnlands á Norðurlandmót yngri liða 2017. Mótið verður haldið annað árið í röð í umsjón Finnlands í Kisakallio íþróttamiðstöðinni í Lohja, sem er í um 50 mín. akstri frá Helsinki.

Allar nánari fréttir um leikjaplan, lifandi tölfræði og beinar netútsendingar frá leikjum mótsins verður að finna hér á kki.is síðar í dag.

Leikið verður frá mánudegi til föstudags. Öll liðin leika einn leik á dag, en undantekningin er þó í ár hjá U18 ára liði kvenna sem leikur einum leik færra, þar sem danska liðið varð að hætta við þátttöku nýlega. 

Liðin sem taka þátt eru auk Finnlands og Íslands, Svíþjóð, Noregur, Danmörk og Eistland.

#korfubolti