21 apr. 2017

Í kvöld fer fram annar leikur lokaúrslita Domino's deildar karla þegar Grindavík og KR mætast í Mustad höllinni í Grindavík. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Staðan í einvíginu eftir fyrsta leikinn er 1-0 fyrir KR. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampar Íslandsmeistaratitlinum 2017.

Leikur kvöldsins:
🍕 Domino's deild karla
🏆 Úrslit 
➡️ Leikur 2
🏀 Grindavík (0) - KR (1)
⏰ 19:15
➡️ Mustad höllinni, Grindavík
📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport

Takið þátt í umræðunni um leikinn á Twitter undir #korfubolti og #dominos365