3 apr. 2017

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál á fundi sínum.

Mál nr. 44/2016-2017:
„Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Halldór Sigurðsson, leikmaður Leiknis, sæta 1 leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Leiknis og Gnúpverja í 2. deild Mfl. karla, sem leikinn var 28. mars 2017".

Mál nr. 45/2016-2017:
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Tómas Steindórsson, leikmaður Gnúpverja, sæta 1 leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Leiknis og Gnúpverja í 2. deild Mfl. karla, sem leikinn var 28. mars 2017".

Mál nr. 46/2016-2017:
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Cristopher Brown, leikmaður Leiknis, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Leiknis og Gnúpverja í 2. deild Mfl. karla, sem leikinn var 28. mars 2017".

Mál nr. 47/2016-2017:
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Gunnar Birgir Sandholt, leikmaður Hauka b, sæta 1 leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Hauka b og Fjölnis b í 2. deild Mfl. karla, sem leikinn var 30. mars 2017".

 

Þar sem þetta eru leikir í úrslitakeppni taka úrskurðir gildi um leið og þeir eru birtir.