10 des. 2016

Nú rétt í þessu fór fram athöfn FIBA Europe þar sem dregið var í riðla fyrir Evrópukeppnir yngri liða sumarið 2017. Ísland á lið í öllum flokkum drengja og stúlkna í U16, U18 og U20 flokkunum sem keppt er í.

Eftir riðlakeppnir fara fram úrslitakeppnir og leikir um sæti í kjölfarið eins og við á. Íslensku liðin okkar fengu eftirfarandi mótherja í riðlakeppnum sumarsins:

U20 karlar · Krít, Grikklandi 15.7.-23.7.
B-riðill: Tyrkland, Frakkland, Svartfjallaland og Ísland.

U20 kvenna · Eliat, Ísrael
A-riðill: Tékkland, Slóvakía, Þýskaland, Grikkland, Úkraína og Ísland.

U18 drengja · Tallinn, Eistlandi 28.7.-6.8.
Dregið verður í kringum 26. janúar fyrir U18 drengi. Mótinu í A-deild var frestað í sumar vegna ástandsins í Tyrklandi þar sem sú keppni átti að fara fram og verður hún leikin núna dagana 16.-22. desember. FIBA mun draga á skrifstofum sínum og senda út á netinu frá drættinum þaðan. Dregið verður í keppni í A- og B-deilda á sama tíma.

U18 stúlkna · Dublin, Írlandi 4.8.-13.8.
B-riðill: Þýskaland, Hvíta-Rússland, Danmörk, Austurríki, Albanía og Ísland.

U16 drengir · Sofia, Búlgaríu 10.8.-19.8.
A-riðill: Grikkland, Belgía, Austurríki, Rúmenía, Hvíta-Rússland og Ísland.

U16 stúlkur · Skopje, Makedóníu 17.8.-26.8.
C-riðill: Svíþjóð, Grikkland, Ísrael, Lúxemborg og Ísland.

#korfubolti