21 okt. 2016KKÍ kynnti til leiks Ölgerðina sem nýjan samstarfsaðila sambandsins og mun Bikarkeppni KKÍ bera nafnið Maltbikarinn næstu þrjú árin. Dregið var í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar rétt í þessu í 32-liða úrslit karla og 16-liða úrslit kvenna. 

Eftirtalin lið drógust saman en leikið verður dagana 5.-7. nóvember:

32-liða úrslit karla:
31 lið er skráð til leiks í ár, dregið var í 15 viðureignir og 1 lið situr hjá.

Álftanes - Haukar-b
Grundarfjörður - FSu
Leiknir R. - Sindri
Keflavík - Njarðvík
Vestri - Haukar
Gnúpverjar - KR
Þór Ak. - Hrunamenn/Laugdælir
Reynir S. - ÍR
Grindavík - Stjarnan
Hamar - Höttur
Njarðvík-b - ÍB
ÍA - Fjölnir
Valur - Snæfell
Breiðablik - Skallagrímur
KR-b - Tindastóll

Þór Þ. situr hjá í 32-liða úrslitum og fer beint í 16-liða úrslit.

16-liða úrslit kvenna:
12 lið eru skráð til leiks, dregið var í 4 viðureignir og 4 lið sitja hjá.

Breiðablik - Fjölnir
Snæfell - Valur
Stjarnan - Þór Akureyri
Grindavík - Njarðvík

Haukar, Skallagrímur, KR og Keflavík sitja hjá og fara beint í 8-liða úrslit.

#maltbikarinn #korfubolti