19 sep. 2016
Ísland verður meðal 24 bestu þjóða Evrópu í körfuknattleik karla næsta haust en þetta var staðfest á laugardaginn þegar liðið tryggði sæti sitt á lokamótinu, EuroBasket 2017 með sigri á landsliði Belga í Laugardalshöll.
Þar með endaði Ísland í 2. sæti síns riðils og með næst besta árangurinn af þeim fjórum liðum sem fóru áfram með því að lenda í öðru sæti í undankeppninni.
Svartfjallaland og Ísland enduðu bæði með 7 stig en fjögur önnur liði voru jöfn með 6 stig og þurfi að fara í stigaútreikning til að skera úr um hvert þeirra stæði best að vígi. Liðin sem fóru áfram á lokadeginum voru Svartfjallaland, Ísland, Bretland og Úkraína.
Mótið:
EuroBasket 2017 fer fram dagana 31. ágúst - 17. september. Liðin sem taka þátt eru Belgía, Bretland, Finnland, Frakkland, Georgía, Grikkland, Ísland, Ísrael, Ítalía, Króatía, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmenía, Rússland, Serbía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland, Úkraína og Þýskaland.
Dregið í riðla:
Gera má ráð fyrir því að allt að tvö lið verði fyrir neðan Ísland í styrkleikaflokki í okkar riðli. 6 lið leika í fjórum riðlum og mun það skýrsta á næstunni styrkleikaröð liða. Dregið verður við hátíðlega athöfn í Tyrklandi 22. nóvember.
Leikstaðir á EuroBasket 2017:
Leikið verður í fjórum riðlum í fjórum borgum. Leikstaðirnir verða Cluj-Napoca í Rúmeníu, Helskinki í Finnlandi, Istanbul í Tyrklandi og Tel-Aviv í Ísrael, þar sem úrslitin vera svo í framhaldinu í Istanbul í Tyrklandi.
Næsta verkefni á eftir EM:
Þátttaka Íslands á EuroBasket 2017 þýðir einnig að liðið hefur trygg sér sæti í undankeppni HM sem verður með nýju sniði. Alls taka þátt 32 lið frá Evrópu í undankeppninni og munu þau lið sem ekki tryggðu sér sæti leika um laus sæti næsta sumar á meðan Ísland undirbýr sig undir að leika á stóra sviðinu í annað skipti í sögu KKÍ. FIBA er að breyta dagatali sínu að auki og nú verður HM og EM á fjögurra ára fresti til skiptist og leikið verður í gluggum yfir árið.
#korfubolti