13 ágú. 2016

A landslið karla beið lægri hlut gegn Austurríki nú í kvöld, 70-79, á fjögurra þjóða æfingamóti í Austurríki.

Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Ægi Þór Steinarssyni, Herði Axel Vilhjálmssyni, Martin Hermannssyni, Hauki Helga Pálssyni og Kristófer Acox.

Íslensku strákarnir byrjuðu illa eða austurríkismennirnir vel og eftir fyrsta leikhluta leiddu heimamenn 12-21. Strákarnir náðu ekki að láta hlutina ganga almennilega upp í vörn og sókn og í hálfleik var staðan 28-39. Seinni hálfleikur byrjaði betur og Ísland skoraði 25 stig í leikhlutanum og staðan eftir hann 53-61. Sá munur hélst nokkurn vegin út leikinn og lokastaðan 70-79.

Líkt og í gær var ýmislegt jákvætt og einnig neikvætt sem er eins og við er að búast í fyrstu æfingaleikjum sumarsins en eins og gefur að skilja stefna menn á að vera á réttum stað í ferlinu 31. ágúst þegar Svisslendingar koma í Laugardalshöllina.

Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur með 14 stig en allir 12 leikmennirnir skoruðu í kvöld, Martin Hermannsson var með  11, Kristófer Acox 10, Logi Gunnarsson 7, Ægir Þór Steinarsson 6, Brynjar Þór Björnsson 6, Sigurður Þorsteinsson 5, Elvar Friðriksson 3, Hörður Axel Vilhjálmsson 3, Axel Kárason 2, Tryggvi Snær Hlinason 2 og Ragnar Nathanelsson 1.

Tryggvi Snær spilaði í kvöld sinn fyrsta landsleik og átti fína spretti og setti m.a. sín fyrstu stig.

Tölfræði leiksins:
Nafn, mín, tveggja, þriggja, víti, sóknarfráköst, varnarfráköst, stoðsendingar, tapaður bolti, stolinn bolti, varin skot, villur, fiskaðar villur, +/-, stig

Axel Kárason, 9:20, 0/0, 0/0, 2/2, 1, 0, 1, 0, 0, 0, 3, 1, -7, 2
Ragnar Nathanelsson, 5:48, 0/2, 0/0, 1/2, 0, 1, 0, 1, 1, 0, 5, 2, -2, 1
Haukur Helgi Pálsson, 20:06, 2/3, 3/5, 1/2, 1, 2, 1, 4, 0, 0, 1, 3, -4, 14
Sigurður Þorsteinsson, 15:52, 2/4, 0/0, 1/2, 2, 1, 2, 0, 0, 0, 1, 3, +1, 5
Ægir Þór Steinarsson, 18:06, 2/4 , 0/0, 2/2, 0, 0, 0, 1, 1, 0, 1, 1, -16, 6
Kristófer Acox, 22:01, 5/6, 0/0, 0/0, 3, 2, 1, 2, 1, 0, 4, 1, -9, 10
Elvar Már Friðriksson, 19:33, 1/1, 0/2, 1/2, 1, 1, 4, 4, 0, 0, 2, 2, +4, 3
Hörður Axel Vilhjálmsson, 16:53, 0/1, 1/2, 0/0, 1, 1, 1, 2, 1, 0, 2, 1, -5, 3
Logi Gunnarsson, 21:38, 1/2, 1/7, 2/2, 1, 1, 1, 0, 1, 0, 1, 2, -13, 7
Martin Hermannsson, 22:47, 0/2, 1/4, 8/10, 0, 4, 4, 3, 4, 0, 0, 8, -2, 11
Tryggvi Snær Hlinason, 11:53, 1/1, 0/0, 0/0, 0, 1, 0, 0, 0, 2, 1, 1, +0, 2
Brynjar Þór Björnsson, 16:03, 0/0, 2/7, 0/0, 0, 3, 0, 0, 1, 0, 1, 0, +8, 6
Samtals 14/26 53,8%, 8/27 29,6%, 18/24 75,0%, 11, 19, 15, 18, 10, 2, 22, 25

Stigahæstur Austurríkismanna var Rasid Mahalbasic með 23 stig, Enis Murati skoraði 11 og Florian Trmal 10.

Seinni leikur kvöldsins var leikur Pólverja og Slóvena sem Slóvenar sigruðu naumlega.

Ísland mætir Slóveníu klukkan 14 að íslenskum tíma á morgun og er hægt að horfa á leikinn á www.laola1.tv