24 jún. 2016
Í fyrstu umferð verða nágrannarimmur en í Domino´s deild kvenna mætast nýliðar Skallagríms og Íslandsmeistararnir í Snæfelli og í Domino´s deild karla mætast grannliðin Njarðvík og Keflavík.
Íslandsmeistararnir í KR í Domino´s deild karla mæta Tindastól og nýliðarnir Þór Ak. og Skallagrímur fá ólíkt hlutskipti. Þór Ak. fær heimaleik gegn Stjörnunni og Skallagrímsmenn heimsækja Haukana og nýliðar Njarðvíkur í Domino´s deild kvenna fá Val í heimsókn
Í 1. deild karla verða níu lið og leika þau þrjár umferðir. Leikdagarnir verða 27 en hvert lið leikur 24 leiki þar sem eitt lið situr hjá í hverri umferð.
Keppni í Domino´s deild kvenna hefst 5. október og þann 6. október í Domino´s deild karla og 1. deild karla.