19 jún. 2016

Það má segja að lokadagurinn hafi ekki farið eins og leikmenn óskuðu sér. Bæði liðin töpuðu leikjum sínum. Stelpurnar enda því í 4. sæti en strákarnir í 8.

Strákarnir mættu liði Niedersachen klukkan 8:30 og er óhætt að segja að okkar menn hafi ekki verið almennilega vaknaðir og að auki voru þeir þýsku frekar hávaxnir, eitthvað sem skortir að eins í íslenska liðið. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 8-26 og hélst sá munur áfram, í hálfleik var staðan 21-35 og 32-50 eftir þriðja en strákarnir áttu góðan fjórða leikhluta og leikurinn endaði 56-66 og 8. sæti. Stigaskor: Dúi 19, Júlíus 9, Veigar 6, Valdimar 5, Edvinas 4, Sindri 4, Baldur 3, Árni 2 og Gunnar 1

Stelpurnar komu svo strax á eftir og mættu þeim dönsku sem höfðu unnið þær 61-29 á fimmtudag og því ljóst að við ramman reip yrði að draga. Íslensku stelpurnar byrjðuðu þó mjög vel og jafnt var langt fram í fyrsta hlutann en þær dönsku náðu góðum endaspretti og staðan í lok fyrsta leikhluta var 11-19. Eftir það sigu þær dönsku meira og meira framúr, eftir annan leikhluta var staðan 19-39 og eftir þriðja 28-55 og að lokum sigruðu þær 30-82 og fengu bronsverðlaun. Stigaskor: Alexandra 6, Ólöf 5, Ásta 4, Sigurbjörg 4, afmælisbarnið Sigrún 4, Stefanía 3, Anna 2 og Vigdís 2.

Niðurstaða mótsins er því sú að stelpurnar enda í 4. sæti og strákarnir í 8. sæti.

Hópurinn kemur svo heim í kvöld.