6 jún. 2015Bryndís Guðmundsdóttir og Helena Sverrisdóttir eru báðar í landsliðshópi Ívars Ásgrímssonar á Smáþjóðaleikunum sem lýkur í dag á Íslandi. Þá leika stelpurnar til úrslita gegn Lúxemborg og hefst leikurinn kl. 13.30. Frítt er inn á leikinn og áhorfendur og körfuknattleiksaðdáendur hvattir til að fjölmenna í Höllina í dag og styðja við bakið á liðunum okkar. Bryndís og Helena eru báðar að taka þátt í sínum fjórðu Smáþjóðaleikum á ferlinum en þær hafa verið með á síðustu þremur leikum þar sem íslenska kvennalandsliðið hefur fengið að vera með eða í Andorra 2005, á Kýpur 2009 og í Lúxemborg 2013. Þetta verður í fyrsta sinn sem aðeins tvö ár líða á milli Smáþjóðaleika hjá stelpunum en ekki var keppt í kvennakörfubolta á Smáþjóðaleikunum í Mónakó 2007 og á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein 2011. Bryndís og Helena eru báðar fæddar árið 1988 og því enn bara 27 ára gamlar. Þær ættu því að geta tekið þátt á fleiri Smáþjóðaleikum á ferlinum. Bryndís og Helena komst með í fámennan hóp með því að taka þátt í þessum Smáþjóðaleikum en þær sem hafa einnig verið með á fjórum Smáþjóðaleikum eru þær Helga Þorvaldsdóttir, Anna María Sveinsdóttir, Birna Valgarðsdóttir, Björg Hafsteinsdóttir, Guðbjörg Norðfjörð og Hanna Björg Kjartansdóttir. Aðeins einn leikamaður íslenska liðsins á leikunum ár er með í þriðja skiptið en það er Petrúnella Skúladóttir en hún var líka með á Kýpur 2009 og í Lúxemborg 2013. Allir leikmenn íslenska liðsins hafa tekið þátt í Smáþjóðaleikum áður nema þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Margrét Rósa Hálfdanardóttir. Smáþjóðaleikareynsla íslenska hópsins 2015: Helena Sverrisdóttir - 3 (2005, 2009, 2013) Bryndís Guðmundsdóttir - 3 (2005, 2009, 2013) Petrúnella Skúladóttir - 2 (2009, 2013) Ragna Margrét Brynjarsdóttir - 1  (2009) Sigrún Sjöfn Ámundadóttir - 1  (2009) Gunnhildur Gunnarsdóttir - 1 (2013) Ingunn Embla Kristínardóttir - 1 (2013) Hildur Björg Kjartansdóttir - 1 (2013) Pálína Gunnlaugsdóttir - 1 (2013) Sara Rún Hinriksdóttir - 1 (2013) Guðbjörg Sverrisdóttir - Nýliði á Smáþjóðaleikum Margrét Rósa Hálfdanardóttir - Nýliði á Smáþjóðaleikum