30 apr. 2015
KR varð í gær Íslandsmeistari karla í Domino's deildinni 2015 eftir sigur á Tindastól fyrir norðan á Sauðárkróki í leik fjögur í úrslitunum. Þar með unnu þeir einvígið 3-1 og eru Íslandsmeistarar annað árið í röð. Það var leikmaður KR, Michael Craion, sem var útnefndur besti leikmaður úrslitanna 2015. Til hamingju KR!