14 júl. 2014Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, sló í dag leikjamet Sigurðar Ingimundarsonar og Torfa Magnússonar þegar hann varð fyrsti landsliðsþjálfari A-liðs kvenna til að stýra liðinu í 23 leikjum. Íslensku stelpurnar héldu vel upp á tímamótin eða með 39 stiga sigri á Möltu í dag, 85-46, en þetta var fyrsti leikur liðsins í Evrópukeppni Smáþjóða í St. Pölten í Austurríki. Torfi Magnússon stýrði íslenska liðinu í 22 leikjum frá 1990 til 1993 og Sigurður Ingimundarson jafnaði það met í tveimur törnum sínum með liðið. Ívar stýrði íslenska landsliðinu fyrst á árunum 2004 til 2005 en var nú að stjórna liðinu í þriðja leiknum eftir að hann tók við íslensku stelpunum á nýjan leik. Fyrstu tveir leikirnir í ár voru vináttulandsleikir við Dani. Íslenska kvennalandsliðið hefur unnið 12 af 23 leikjum undir stjórn Ívars en liðið vann 11 af 20 leikjum sínum þegar Ívar þjálfaði liðið fyrir áratug síðan. Flestir leikir þjálfara með íslenska kvennalandsliðið: Ívar Ásgrímsson 23 Sigurður Ingimundarson 22 Torfi Magnússon 22 Hjörtur Harðarson 9 Ágúst Björgvinsson 9 Henning Henningsson 8 Jón Örn Guðmundsson 7 Sverrir Þór Sverrisson 7
Ívar orðinn leikjahæsti landsliðsþjálfarinn
14 júl. 2014Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, sló í dag leikjamet Sigurðar Ingimundarsonar og Torfa Magnússonar þegar hann varð fyrsti landsliðsþjálfari A-liðs kvenna til að stýra liðinu í 23 leikjum. Íslensku stelpurnar héldu vel upp á tímamótin eða með 39 stiga sigri á Möltu í dag, 85-46, en þetta var fyrsti leikur liðsins í Evrópukeppni Smáþjóða í St. Pölten í Austurríki. Torfi Magnússon stýrði íslenska liðinu í 22 leikjum frá 1990 til 1993 og Sigurður Ingimundarson jafnaði það met í tveimur törnum sínum með liðið. Ívar stýrði íslenska landsliðinu fyrst á árunum 2004 til 2005 en var nú að stjórna liðinu í þriðja leiknum eftir að hann tók við íslensku stelpunum á nýjan leik. Fyrstu tveir leikirnir í ár voru vináttulandsleikir við Dani. Íslenska kvennalandsliðið hefur unnið 12 af 23 leikjum undir stjórn Ívars en liðið vann 11 af 20 leikjum sínum þegar Ívar þjálfaði liðið fyrir áratug síðan. Flestir leikir þjálfara með íslenska kvennalandsliðið: Ívar Ásgrímsson 23 Sigurður Ingimundarson 22 Torfi Magnússon 22 Hjörtur Harðarson 9 Ágúst Björgvinsson 9 Henning Henningsson 8 Jón Örn Guðmundsson 7 Sverrir Þór Sverrisson 7