6 apr. 2014
(Mynd: Jón Björn · karfan.is) Snæfell eru íslandsmeistari kvenna 2014 eftir sigur á Haukum í kvöld. Snæfell og Haukar áttust við í þriðja leik úrslita Domino's deildar kvenna í kvöld í Stykkishólmi og leiddu einvígið 2-0. Frábær seinni hálfleikur Snæfells í annars jöfnum leik skar úr um úrslitin í kvöld en Snæfell vann Hauka 69:62 og eru þær verðskuldað deildar- og íslandsmeistari 2014 í Domino's deildinni. Hildur Sigurðardóttir, Snæfelli, var síðan valin mikilvægasti leikmaðurinn eða MVP úrslitakeppninnar 2014. KKÍ óskar Snæfelli til hamingju með íslandsmeistaratitilinn!