9 jún. 2007Nú fyrir stundu var Íslandi dæmdur sigur gegn Kýpur 2-0 eftir að mikil slagsmál brutust úr í lok úrslitaleiksins. Kýpverjar létu skapið hlaupa með sig í gönur í lok leiksins og börðu harkalega á Íslendingum og leystist leikurinn upp í slagsmál í lokin. Mikil öryggisgæsla er í húsinu núna og ekki vitað hvað þetta mun þýða fyrir Kýpverja en mikil ánægja er meðal umsjónarmanna með framgöngu Íslands í málinu sem hélt haus allan tímann. RÚV mun væntanlega sýna myndir frá þessu í kvöld en Óskar Nikulásson náði myndum af atburðunum. En allavega Ísland sigraði Smáþjóðaleika í fyrsta skipti síðan 1993. *uppfært* Hannes S. Jónsson formaður KKÍ, sem er úti í Mónakó með íslenska hópnum hafði þetta að segja um málið: "Kýpverjar spiluðu gróft frá upphafi og í lokin þegar við vorum farnir að saxa á forskot þeirra urðu þeir mjög pirraðir og byrjuðu þá að ýta við íslensku leikmönnunum í þeim tilgangi að pirra þá. Íslensku strákarnir stóðu sig frábærlega og létu ekki æsa sig upp og héldu haus allan tímann, þrátt fyrir lætin." Mótsnefnd Smáþjóðaleikanna er að funda og kemur í ljós eftir fund nefndarinnar hvort Kýpurmenn fái að halda þriðja sætinu eða verði dæmdir úr mótinu.