7 maí 2005Strákarnir í U-89 fóru létt með það að sigra Finna áðan 83-54 /21-10, 42-23, 57-42 83-54). Strax í upphafi leiks var ljóst að íslensku strákarnir ætluðu sér sigur á Finnum og tryggja sér sæti í úrslitaleiknum. Allir leikmenn liðsins komu við sögu í leiknum. Það sem einkenndi leik íslenska liðsins var mikil barátta og frábær vörn. Fyrirliðinn Rúnar fór fyrir sínum mönnum í upphafi með því að hitta úr 3 af 3 þriggja stiga skotum á upphafsmínutum leiksins og endaði med 5 af 9 sem gerir 55% nýtingu í þriggja stiga skotum. Hjörtur Einarsson var sterkur að vanda og skoraði 31 stig og tók 16 fráköst. Stig Íslands: Hjörtur 31, Rúnar Ingi Erlingsson 21, Þröstur Jóhannsson 18, Örn Sigurðarson 6, Atli Rafn Hreinsson 3, Páll Fannar Helgason 2, Arnar Freyr Lárusson 2.