5 maí 2005Stelpurnar í 16 ára landsliðinu töpuðu fyrir Dönum, 42-75, í fjórða og síðasta leik íslensku liðanna í dag. íslensku stelpurnar byrjuðu þó mjög vel og náðu meðal annars 8-4 forustu í upphafi leiks. Danir komust yfir fyrir lok fyrsta leikhluta, 14-17, og íslenska liðið virtist brotna þegar illa gekk í öðrum leikluta sem tapaðist 5-28. Danir unnu að lokum með 33 stiga mun. Unnur Tara Jónsdóttir var best í íslenska liðinu, Alma Rut Garðarsdóttir byrjaði leikinn vel og Ragna Margrét Brynjarsdóttir var ógnandi undir körfunni. Selpurnar sýndu í upphafi leiks hvað þær geta en liðinu vantar tilfinnanlega meira sjálfstraust og grimd til þess að standast jafnöldrum sínum snúninginn. Ísland (16 ára konur) - Danmörk 42-75 (14-17, 19-45, 27-59) Stig íslenska liðsins: Unnur Tara Jónsdóttir 14 (4 stolnir), Alma Rut Garðarsdóttir 9, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 7 (11 fráköst, 3 stoðsendingar), Berglind Anna Magnúsdóttir 4, Hafrún Hálfdánardóttir 4, María Lind Sigurðardóttir 2, Margrét Kara Sturludóttir 2.