27 apr. 2005Í dag leika tveir íslenskir íþróttamenn til undanúrslita í Evrópukeppnum. Jón Arnór Stefánsson leikur með félagi sínu Dynamo St. Petersburg gegn öðru rússnesku félagi, BC Khimky í FIBA Europe League og Eiður Smái Guðjohnsen leikur með Chelsea einnig gegn félagi frá sama landi, Liverpool, í meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Leikur Dynamo og Khimky hefst kl. 15:45 að íslenskum tíma í Istanbul í Tyrklandi. Strax að leik lokum mætast BC Kiyv og Fenerbahce í hinum undanúrslitaliknum. Þrír íslenskir boltaíþróttamenn eiga möguleika á Evrópumeistaratitli nú í vor, því auk Jóns Arnórs og Eiðs Smára, er Ólafur bróðir Jóns Arnór kominn í úrslit meistaradeildarinnar í handknattleik, með liði síunu Ciudad Real. Liðið mætir örðu spænsku félagi, Barcelona, í úrslitum meistaradeildarinnar. Fyrri úrslitaleikurinn er 30. apríl. Úrslitaleikur FIBA Europe League fer fram á morgun. Nánar á vef [v+]http://www.fibaeurope.com[v-]FIBA Europe[slod-] og [v+]http://wwwkr.is/karfa[v-]vef KR[slod-].