22 apr. 2005Þrír aðilar sem lengi hafa starfað innan körfuknattleikshreyfingarinnar voru heiðraðir með silfurmerki sambandsins á lokahófinu í Stapanum sl. miðvikudag. Þeir voru Hrannar Hólm, Friðrik Ingi Rúnarsson og Benedikt Guðmundsson. Allir hafa þeir verið leikmenn og þjálfarar og langt árabil, en hafa einnig tengst körfuknattleik á annan hátt. Friðrik Ingi og Benedikt hafa að undanförnu komið að sjónvarpslýsingum frá körfboltaleikjum og Hrannar er núverandi formaður landsliðsnefndar KKÍ. Hann hefur einnig verið virkur á þingum sambandsins undanfarin áratug. Þessir heiðursmenn hafa einnig allir komið að þjálfun landsliða Íslands um lengri eða skemmri tíma.