13 apr. 2005Það verður mikið um dýrðir í íþróttahöllinni í Nicosia á Kýpur í morgun þegar stjörnuleikur Evrópu fer þar fram. Þar stíga á fjalirnar bestu körfuknattleiksmenn sem leika í Evrópu (FIBA Europe League) í dag, bæði evrópskir og eins frá öðrum heimsálfum. Eini V-Evrópubúinn í Evrópuúrvalinu er okkar maður, Jón Arnór Stefánsson leikmaður Dynamo St. Petersburg. Auk leiksins sjálfs og þriigja stig skotkeppninnar verður haldin ráðstefna í tengslum við leikinn þar sem umræðuefnið verður framtíð Evrópukörfuboltans. Skemmtiatriði verða ekki af lakara taginu í höllinni í dag. Segja má að þar verði upphitun fyrur sjálfa Eurovison keppnina því Eurovision-farar Kýpverja og Grikkja með stíga á svið og taka lagið. Þau eru Konstantinos Christoforou frá Kýpur sem syngja mun lagið "Ela Ela" og Helena Paparizou frá Grikklandi syngur sitt lag "My Number One". Sjá nánar á [v+]http://www.allstarday2005.com/[v-]vefsíðu leiksins[slod-].