11 apr. 2005Logi Gunnarsson fékk loksins tækifæri hjá liði sínu í Giessen 46ers í þýsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Logi sem hefur verið frystur á bekk liðsins nánast í allan vetur fékk um 14 mínútur í leiknum gegn Leverkusen Giants og nýtti pilturinn sér tækifærið til fulls. Leikurinn var í járnum þegar Logi kom inná og byrjaði hann á því að skora þriggja stiga körfu sem virkaði eins og vítamínsprauta á liðið. Kappinn endaði leikinn með 12 stig og 5 stoðsendingar á 14 mínútum og var hylltur látlaust af áhangendum liðsins í lok leiks. Leiknum lauk með sigri Giessen 99-83 og eru þeir í sjötta sæti sem stendur. [v+]http://www.umfn.is/karfan/[v-]Nánar á vef UMFN[slod-].