17 mar. 2005Ný sjónvarpsstöð sem var sett í loftið á sjónvarpsþjónustu Símans í dag. Stöðin heitir NASN (North American Sports Network) og sýnir eingöngu frá bandarískum íþróttum. Flaggskip stöðvarinnar og það sem er aðalefni þeirra í þessum mánuði er NCAA háskóladeildin í körfubolta. Nú stendur yfir March Madness úrslitakeppnin og mun NASN sýna gríðarlega mikið magn leikja í beinni útsendingu og gera þessari stórskemmtilegu keppni frábær skil. Til kynningar mun stöðin verða send út í opinni dagskrá fyrst til að byrja með og því þarf ekki að vera með neina áskrift til að ná henni. March Madness verður t.d. allt í opinni dagskrá. Þeir sem eru á Breiðbandssvæði þurfa einungis stafrænan lykil frá Símanum til þess að ná stöðinni. Hægt er að fletta því upp á www.simi.is hvort menn séu tengdir Breiðbandinu.