8 mar. 2005Úrslitakeppni 2. deild karla fer fram í Vestamannaeyjum helgina 18.-20. mars nk. Eftirtalin félag hafa öðlast rétt til þátttöku í úrslitakeppninni: Reynir S. HK, HHF, ÍG, Hörður, Dalvík, ÍV , Laugdælir. HHF tekur sæti Ljónanna, sem gáfu sæti sitt eftir. Leikið verður í tveimur íþróttasölum í Vestamannaeyjum. Riðlakeppnin verður á föstudagskvöld og laugardag. Á sunnudag verða undanúrslit og einnig verður leikið um öll sæti. Keppninni líkur með úrslitaleik um miðjan dag á sunnudag. Tvö efstu liðin í úrslitakeppninni vinna sér sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili.