7 mar. 2005Bikarúrslitaleikir yngri flokkanna fóru fram í Íþróttamiðstöð Grafarvogs um helgina og voru í umsjón Fjölnis. Helgin tókst mjög vel og fá Fjölnismenn sérstakar þakkir fyrir glæsilega umgjörð. Fimm félög eignuðust bikarmeistara á helginni þar af áttu Haukar, Njarðvík og KR öll tvö bikarmeistaralið og Fjölnir og Grindavík eignuðust eina bikarmeistara hvort félag. Bæði Njarðvík og Haukar eru því þrefaldir bikarmeistarar í ár því meistaraflokkslið beggja félaga urðu einnig bikarmeistarar á dögunum. 10. og 11. flokkur Njarðvíkur fylgdi því eftir í fótspor meistaraflokksins síns og hjá Haukum voru það 10. flokkur og unglingaflokkur kvenna sem urðu bikarmeistarar um helgina. Flestar stelpurnar í unglingaflokki Hauka urðu einnig bikarmeistarar með meistaraflokknum í síðasta mánuði. Fjögur félög náðu einnig að verja titla sína í einstökum flokki, Fjölnir í unglingaflokki karla, KR í drengjaflokki, Haukar í unglingaflokki kvenna og Grindavík í 9. flokki kvenna. Öll [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/nyursl.htm[v-]úrslit og tölfræði[slod-] leikjanna má finna undir nýjustu úrslitum hér á KKÍ-síðunni en einnig var frétt sett inn um hvern leik og þá er ítarlegt [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=196[v-]söguyfirlit[slod-] yfir bikarúrslitaleiki yngri flokkanna í gegnum tíðina undir greinum. Myndir af öllum bikarmeistaraliðunum átta eru komnar á vefinn. Myndirnar eru með frétt af viðkomandi flokk.