6 mar. 200510. flokkur Njarðvíkur tryggði sér í dag bikarmeistaratitilinn í 10. flokki með mjög öruggum 26 stiga sigri á Snæfelli, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2005/00002111/21110401.htm [v-]75-49[slod-], en Njarðvíkurliðið var komið með 25 stiga forskot í hálfleik, 51-26. Þetta er annar bikarmeistaratitill Njarðvíkurstrákanna því þeir unnu 11. flokkinn í gær - næsta flokk fyrir ofan sig. Hjörtur Hrafn Einarsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 17 stig, tók 12 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á 24 mínútum. Elías Kristjánsdóttir var einnig mjög góður sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann skoraði 19 af 22 stigum en Elías tók einnig 11 fráköst og stal 4 boltum. Friðrik Guðni Óskarsson skoraði 14 stig og þá var Rúnar Ingi Erlingsson með 11 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Atli Rafn Hreinsson úr Snæfelli skoraði þó mest allra á vellinum en hann var með 24 stig og 10 fráköst. Björgvin Valentínusson bætti við 8 stigum, 8 fráköstum, 5 stoðsendingum og 3 vörðum skotum og þá var Lárus G Kazmi með 7 stig.