6 mar. 2005KR-ingar urðu fyrstu og síðustu bikarmeistaranir á bikarúrslitaleikjahelgi yngri flokkanna, 9. flokkur félagsins vann fyrsta bikarúrslitaleikinn á laugardagsmorgninum og drengjaflokkur vann síðan heimamenn í Fjölni með 8 stigum, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2005/00002109/21090401.htm[v-]82-74[slod-], í síðasta bikarúrslitaleiknum í kvöld. Fjölnir hafði frumkvæðið framan af, leiddi með 5 stigum í hálfleik, 42-37 og með þremur stigum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann (58-55). KR-liðið vann hinsvegar fjórða leikhlutann með 11 stigum (27-16) og þar á meðal fyrstu 4 mínútur fjórða leikhlutans 15-2. Þetta er annað árið í röð sem KR verður bikarmeistari í drengjaflokki en KR vann Njarðvík [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001893/18930401.htm[v-]81-65[slod-] í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Brynjar Þór Björnsson úr KR var valinn maður leiksins en hann skoraði 30 stig, tók 10 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 3 skot. Arnar Steinn Ólafsson skoraði 23 stig og tók 6 fráköst (5 í sókn), Darri Hilmarsson bætti við 14 stigum og 13 fráköstum (6 og 8 í fjórða leikhuta) og Ellert Arnarsson var með 11 stig og 5 stoðsendingar. Árni Ragnarsson skoraði mest fyrir Fjölni eða 19 stig þrátt fyrir að missa af síðustu 5 mínútum leiksins eftir að hafa meiðst illa á öxl. Árni var fluttur á sjúkrahús líklega farinn úr axlarlið. Árni Þór Jónsson skoraði 18 stig (12 í fyrsta leikhluta), tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, Benedikt Skúlason var með 16 stig og 10 fráköst og þá var Emil Þór Jóhannsson með 13 stig, 6 fráköst og 3 varin skot.