5 mar. 2005Njarðvíkingar urðu nú rétt áðan bikarmeistarar í 11. flokki karla þegar þeir unnu 8 stiga sigur, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2005/00002110/21100301.htm[v-]57-49[slod-], á Val í spennandi úrslitaleik. Það var jafnt á flestum tölum en maður leiksins, Njarðvíkingurinn Ragnar Ólafsson gerði út um leikinn í lokin með því að skora 8 af 15 stigum sínum á lokamínútunum sem Njarðvík vann 13-5. Ragnar endaði leikinn með 15 stig, 8 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Hjörtur Hrafn Einarsson var stigahæstur hjá Njarðvík með 20 stig auk 6 frákasta og 5 stolna bolta og þá gerði Friðrik Óskarsson 11 stig. Gissur Helguson skoraði mest fyrir Val eða 16 stig og Hörður Hreiðarsson var með 14 stig, 13 fráköst og 4 varin skot.