5 mar. 2005KR-ingar urðu í morgun bikarmeistarar karla í 9. flokki þegar þeir unnu 19 stiga sigur á Keflavík, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2005/00002112/21120401.htm [v-]66-47[slod-], í úrslitaleik en KR komst meðal annars í 11-0 og 23-4 og hafði 18 stiga forskot í hálfleik, 36-18. Snorri Páll Sigurðsson, fyrirliði KR, var valinn maður leiksins en hann var með 19 stig, 14 fráköst og 4 stolna bolta. Baldur Þór Ragnarsson lék einnig mjög vel en hann nýtti 6 af 8 skotum sínum og var með 14 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar. Alfreð Elíasson var stigahæstur hjá Keflavík með 17 stig en Sigfús Árnason skoraði 12 stig, tók 14 fráköst og varði 4 skot.