3 mar. 2005Í kvöld er á dagskrá 22. og síðsta umferðin í Intersport-deildinni. Þrátt fyrir að flest félaganna séu örugg um sín sæti er spenna í neðri hlutanum þar sem Haukar geta enn tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. UMFG, sem nú er í 8. sæti, getur skotist upp í 7. sæti með sigri á KR í kvöld. Vinni KR og úrslit í öðrum leikjum verða hagstæð, getur KR hafnað í 5. sæti. UMFG gæti því misst af sæti í úrslitakeppninni ef Haukar vinna UMFN. KFÍ og Tindastóll eru þegar fallin úr deildinni og Hamar/Selfoss á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina og er það í fyrsta sinn frá því félagið kom upp í deildin sem það tekur ekki þátt í úrslitakeppninni. Leikir kvöldsins eru þessir: Grindavík - KR, Fjölnir - Keflavík, Hamar/Selfoss - ÍR, Njarðvík - Haukar, Skallagrímur - KFÍ og Snæfell - Tindastóll. Leikirnir hefjast allir kl. 19:15.